Skoeh… Ég held að þú skiljir ekki alveg.
Í fyrsta lagi er ekkert sem sést á þessari mynd annað en möppuuppstilling. Það sem þú færð með því að vita hana er að þú getur giskað á hvað distró þetta er. Þetta eru ekki einu sinni allt möppur sem uppsetningin bjó til.
Ef þú veist stýrikerfið ertu alveg kominn eitthvað áleiðis. En það er ekki nóg að vita það heldur þyrftirðu líka að vita hvaða þjónustur við erum að keyra og á hvaða porti.
Líkur eru á að við séum að nota Apache2 þar sem hann hefur stærsta markaðshlutdeild en það er ekki nóg því að það eru til margar útgáfur af því sem hvert um sig hafa mismunandi öryggisholur (og flestar stórar eru patchaðar mjög fljótt).
Hins vegar er ekkert sem segir að svo sé endilega, við gætum verið að keyra lighttpd eða eitthvað í þá áttina.
Þessi mynd gefur svolítið fast í ljós að við erum með FTP eða SFTP í boði. Eeeen… Það er ekkert sem segir að það virki hvaðan sem er. Kannski er það bara fyrir ákveðið subnet. Með portscanni ættirðu þó að komast að raun um að svo er ekki, SSH er aðgengilegt utanfrá.
Þá veistu ekki hvaða útgáfu við erum með, hvaða patcha, hvort við updateum reglulega, hvort við höfum eldveggi, proxy þjóna eða eitthvað annað á milli…
Síðan eru auðvitað líkurnar á því að ég væri geðveikt lonely gaur og hefði bara breytt hosts skjalinu mínu, eða better yet… væri að keyra minn eiginn DNS þjón og þetta væri í raun bara einhver sorp tölva heima hjá mér.
Ég veit alveg að það er hægt að hakka allt. En ég er nokkuð öruggur um að ef einhver hefði þekkinguna til þess. Þá þyrfti hann ekki á þessari mynd að halda til þess að finna eitthvað út.
“If it isn't documented, it doesn't exist”