Well, Linux er hægt að keyra á nánast hverju sem er. Ég veit til þess að menn hafi keyrt Linux á ótrúlegasta vélbúnaði.
En já, þú spyrð um reynslu manna af þessum andskota.
Ég hef oft og lengi keyrt Linux á Macintosh vélum, bæði m68k og PPC. Debian er til fyrir m68k, og er t.d. hægt að keyra það distró á Atari og Amiga vélum, sem einnig hafa m68k örgjörva. Það sem er vesen við að keyra Debian á m68k-Möckum, er að þeir Mackar eru almennt svo gamlir að þeir hafa sjaldnast FPU (Floating Point Unit) eða MMU (Memory Management Unix), en MMU þarf einmitt til þess að keyra Linux. Veit ekki með FPU, en það er a.m.k. betra að hafa einn líkan. Þegar þú síðan kemur Linux í gang á m68k-Macka er það fínt. Skíthægvirkt, auðvitað, m68k-örgjörvarnir verða bara svo hraðir, en það er samt ágætt.
PPC vélarnar eru hinsvegar ekkert mál. Distró sem ég hef notað á PPC vélar eru MkLinux, LinuxPPC og Yellow Dog. Yellow Dog er eiginlega bara Red Hat clóni fyrir PPC, og er þar meira að segja sama install. LinuxPPC fer dálítið sínar eigin leiðir, en er samt sem áður, eins og MkLinux, RPM-distró. LinuxPPC hefur að geyma líka mjög góðan boot manager fyrir Macintosh vélar. Mackar boota svolítið undarlega upp, en LinuxPPC semsagt… gerir það mögulegt að vera eingöngu með Linux á Macintosh vélum, án þess að þurfa að hafa MacOS líka.
Þegar Linux er síðan komið í gang og farið að boota rétt á Macintosh, er ekkert nema gott um það að segja. Ég keyrði lénið mitt, Binary.is, í marga mánuði á 300MHz G3 Macintosh vél með 32MB í minni (sem er reyndar allt of lítið, en það gekk alveg), og stóð hún sig með prýði. Maður tekur ekki einu sinni eftir því að maður sé á einhverju öðru en bara venjulegri x86 vél, nema að maður setur notlega ekkert inn x86-binary forrit (sem maður á ekkert að gera hvort sem er).
Það kom mér einmitt á óvart hvað það er til mikið af .ppc.rpm pökkum. Ef þú notar rpmfind.net, geturðu ábyggilega fundið alla binary RPM pakka sem þú nokkurn tíma þarft… ekki að ég mæli með þeim. Ég mæli alltaf með því að menn vistyþýði sinn skít sjálfir, eins og þú kannski veist.
Allavega, ég semsagt hef góða reynslu af Linux á Mac, og hef ekkert nema gott um það að segja. :) Sérstaklega á nýrri vélum (New World Möckum), t.d. iMac, G3/G4 turnum og Cube, rokkar það.