Sælir góðir Tölvu notendur… og aðrir tölvu notendur
um daginn seldi ég heimilis tölvuna með öllu og borgaði með henni upp í nýju fartölvuna (sem ég er að vinna á núna ;) , fartölvur eru snilld og ég hefði átt að gera þetta fyrir löngu síðann.
Allavega.. á gömlu borðtölvunni minni keyrði ég Linux og ég var því hálf skeptískur þegar ég fékk vélina uppsetta með XP pro.
en viti menn., eitthvað hefur nú breyst hjá þeim í microsoft. ég get bara ekki fundið neitt að XP, kerfið er mjög stabílt, enginn vandi að setja þráðlausa netið upp og adslið heima.. explorerinn er mikið betri en operan nokkur tímann og allt svo einfalt og stabílt.. nú spyr ég (ath að ég pósta þessari grein bæði á Linux og Windows áhugamálið) er það þess virði að setja Linux upp á vélinni minni? xpinn er stabíll og flottur en eyðir kanski of miklu rafmagni.. ég þekki Linuxinn og hann hefur alltaf reynst mér vel og er ekki síður stabíll, (fyrir utann kde helvítið). í raun hefur XP ekkert upp á að bjóða sem Linux hefur ekki þar sem ég nota vélina ekki undir leiki. windows hefur þó explorerinn og office XP sem ég er mjög hrifinn af en open office og opera eru ekki svo langt á eftir. nú spyr ég ykkur. hvort hentar betur á laptop workstation?
til auka fróðleiks þá er vélin sem ég keypti
Dell inspirion 4150 , 1,6 ghz pIIII mobile ,256 ddr, 30 gb hd og kostaði aðeins 200 kall með þráðlausa netkortinu þarf fyrir skólann ;)