Ef að drifið kemur fram í bios og það er hægt að ræsa upp af því, og þú ert með netkort í vélinni, þá geturðu sett upp yfir net. Ef þú hefur aðgang að NFS þjón þá geturðu sett iso skrárnar þar inn og vísað þangað í uppsetningunni, einnig ef þú hefur aðgang að ftp þjón þá geturðu gert það líka. Reyndar með ftp uppsetningunni þá verðuru annaðhvort að “mount” iso skrárnar (mount -o loop geisli1.iso disk1 og svo disk2 og disk3) eða að “sprengja” iso skrárnar í skráarsafn á þjóninum. (Getur líka notað http eins og ftp). Annar möguleiki er líka ef þú getur búið til fat skrárkerfi og sett iso skrárnar þar inn og vísað þangað.
Hmm.. Reyndar miðast þetta allt við RedHat uppsetningu, ég veit ekki alveg hvernig það er með aðrar útgáfur.
Einnig ættirðu að kíkja á þetta skjal ->
http://www.redhat.com/docs/manuals/linux/RHL-8.0-Manual/install-guide/Vona að þetta hjálpi eitthvað …
Hörðu