Ég tók eftir nokkrum orðum um WinME og Win2K.
WinME, er byggt á Win98. In fact eru þetta nánast sömu fyrirbrigðin. Þetta eru svona… þú'st, Windows, eitthvað kjaftæði ofan á DOS, sem er með alla minnismeðhöndlun í eigin rassgati, ekkert skipulag á þarna… þú'st, cache… skyndiminni, nýtir örgjörvann ekkert… eyðir hálfum deginum í að spæna upp eitthvað á harða disknum og bara… RUGL, basically.
NT, aftur á móti, er byggt ofan á kjarna og er raunverulegt GUI-stýrikerfi. Win95/98/ME, er, eins og kunnugir vita, tæknilega séð, bara MS-DOS forrit, sem liggur ofan á erfðabreyttu DOSi. NT er NT. Byggt á NT, á NT-kernel og þú'st… er stýrikerfið Windows NT, ekki DOS.
Síðan kom út WinME, mér til mikilla vonbrigða. Win98 hræbjóðurinn aftur.
Allavega, Win2K er byggt á NT. Með NT-kjarna og þú'st… að allt saman. Það hrynur sjaldnar vegna þess að þar ertu með t.d. protected memory og almennt smá skynsemi í gangi. Win2K er léttara vegna þess að ólíkt WinME, er það ekki að spæna upp CPU, minni og harðan disk í eitthvað djöfulsins KJAFTÆÐI. Eða jú, reyndar, miðað við NT, en ekki miðað við WinME.
Sbr. gömlu þjóðsögunni að NT væri þyngra en Win95. Félaga mínum var ráðlaggt að setja *ekki* inn NT á 200MHz vél, frekar Win95 því að NT væri svo þungt… og þú'st, HA?!?
Úff. Ég man ekki hvað ég var að tala um.
Og enn síður hvers vegna.
Magnað.