Sælt veri liðið.
Ég á laptop. Allt í góðu með það. Svo vil ég fara að nota X á lappann minn, en þá get ég ekki haft upplausnina mína 1400x1050, sem er physical upplausnin í skjánum. Þið vitið hvernig LCD skjáir verða ef maður notar ekki rétta upplausn… allir svona… ljótir.
Endilega póstið ef þið eigið við sama vandamál að stríða eða hafið lausn á því hvernig maður setur svona weird-ass upplausnir. Ég er að nota ‘XFree86 4.0.1’.