Það væri hreint ekki slæm hugmynd að búa til eitthvað slíkt.
Samt sem áður, ef þú ætlar að fá þennan brennandi áhuga sem þú talaðir um að hafa verið að leita eftir, þá er bara eitt sem ég hef að segja við þig: Þolinmæði.
Mig minnir að það hafi tekið mig tvær vikur af hreinu hatri að fatta nákvæmlega hvað það er sem er svona sniðugt við Linux. Málið er bara að þegar þú veist ekki hvað þú ert að gera, er Linux svoddan djöfuls hræbjóður. Windows og Mac eiga eftir að tröllríða notendamarkaðnum í þó nokkurn tíma í viðbót… enda ekkert út á það að setja, á meðan maður hefur þann möguleika að vera wise-guy með sitt ultra-spes Linux box.
Allavega, það er ágætt að setja sér markmið. Setja upp Linux. Þegar þú getur það, hvað þá? Koma sér á Netið. Þegar þú getur það, hvað þá? Koma sér á IRC, o.s.frv…
Gangi þér vel. :)