Sæll.
Ég er með SuSE 8.0 á vinnustöðinni minni og það er rosalega skemmtilegt. Margir sem gagnrýna það fyrir það hvernig pakkakerfið er og hvernig kerfið er uppbyggt, ég hef samt enga skoðun á því, mér finnst kerfið virka mjög vel við það sem ég er að gera.
SuSE menn vilja auðvitað að þú kaupir distroið þeirra en þeir gefa það líka frítt á netinu, til að gera manni svolítið erfitt fyrir þá gefa þeir ekki út iso myndir svo maður veit ekkert hvernig maður á að skrifa þetta á disk. Það sem ég ráðlegg þér að gera er að skrifa boot.iso sem er í “disks” möppunni á cd og boota upp af honum. Þú getur einnig notað diskettur fyrir þetta, þá nærðu í bootdisk, modules1 og modules3 úr “disks”. Þarna startar þú installinu og þú verður að installa í gegnum FTP. Fyrst þarftu að “lóda” modules fyrir netkortið þitt og vonandi er það stutt í listanum. Ef hún samþykkir ekki það kort sem þú heldur að það sé, þá skaltu bara halda áfram að velja niður eftir listanum. Þegar hún biður þig um parameters til að stilla netkortið þá þarftu alltaf/oftast ekki að skrifa neitt þar, bara ýta aftur á enter og leyfa því að vera sem er þar fyrir. Síðan gefur þú bara upp ftp serverinn sem er þá t.d. ftp.rhnet.is (þarft að gefa IP töluna minnir mig sem er 130.208.16.26) og hvar þetta er þar inni og það er “pub/suse/i386/8.0”
Eftir að þú gerir þetta þá kemur upp skjár þar sem stendur “loading data to ramdisk” og eru það rúm 36MB. Síðan eftir það kemur upp install dialog dæmið þar sem þú getur partitionað diskinn þinn og læti. :)
Ég vona að þetta hjálpi þér.<br><br>Kveðja,
Kristinn.