Gæti þetta verið vegna þess að það vantar pláss sem hægt er að nota á “primary” disksneið? Nú veit ég ekki hversu mikið þú veist almennt um þetta, þannig að það er kannski ekki verra að útskýra hvað ég meina.
Það eru til tvær tegundir af disksneiðum. Primary og Extended. Á PC vélum geturðu haft fjórar Primary disksneiðar, og af þeim geturðu haft a.m.k. eina Extended, en Extended disksneið tekur fjórar sneiðar inn í sjálfa sig.
Hér er lýsing á því hvernig diskur lítur út sem er fullur af Primary disksneiðum.
/dev/hda1 (Primary)
/dev/hda2 (Primary)
/dev/hda3 (Primary)
/dev/hda4 (Primary)
(Hér er gert ráð fyrir IDE diski)
Primary disksneiðar eru semsagt alltaf frá hda1-hda4. Eftir hda4 koma þær sneiðar sem eru geymdar á Extended disksneið, þó að sú sneið sá alltaf á bilinu hda1-hda4 (þar sem ein Primary sneið þarf að víkja fyrir einni Extended).
Segjum nú að það séu þrjár Primary sneiðar og ein Extended.
/dev/hda1 (Primary)
/dev/hda2 (Primary)
/dev/hda3 (Primary)
/dev/hda4 (Extended)
/dev/hda5
/dev/hda6
Hér eru hda5 & hda6 inni í hda4, þar sem hda4 er merkt sem Extended. Þú getur alveg eins haft hda3 sem Extended, en ef við myndum þá sleppa hda4 alveg, væri myndin samt sem áður:
/dev/hda1 (Primary)
/dev/hda2 (Primary)
/dev/hda3 (Extended)
/dev/hda5
/dev/hda6
Semsagt, ef það er meira en 4, er það hluti af Extended partitioni. Ef það er 4 eða minna, er það Primary disksneið eða Extended disksneið sem þá heldur utan um aðrar (sem geta allt að fjórar).
Ég útskýri þetta í svona miklum smáatriðum vegna þess að ég veit ekki hversu mikla reynslu þú hefur af þessu.
Það sem ég tel geta verið að hjá þér, er einmitt að þessi 6GB sem þú talar um að séu laus, séu geymd á Extended disksneið, til dæmis /dev/hda5 eða /dev/hda6. Þó að þú eigir að geta bootað Linux af slíkri sneið er ekki víst að RH7 innsetningin fatti það. RH7 innsetningin er ekkert gallalaus, eins og við ættum nú þegar að þekkja.
Þar sem það er nokkuð augljóst að þú bjóst þessar FAT32/NTFS disksneiðar í Windows, finnst mér einmitt mjög líklegt að eitthvað af þeim hafi lent á Extended, sem þýðir að þú verður að laga það með þvi annaðhvort að fara í Expert mode (sem ég hef einmitt aldrei notað sjálfur, svo að þetta er ágiskun) og neyða installið á Extended disksneið, eða þá bara að gjöra svo vel að endurraða disksneiðunum á heilbrigðan hátt. Að hafa einungis fjórar disksneiðar til að fylla disk, en að hafa samt Extended disksneið er auðvitað bara tilgangslaust, þó að það væri líkt Windows að haga málunum nákvæmlega þannig.
Þetta er ástæðan fyrir því að þegar ég innset Windows á vélar (sem ég geri iðulega áður en ég set Linux inn, nema það eigi einungis að vera Linux á vélinni), boota ég fyrst á geisladiski með Linux á, skipti sneiðunum á sem skynsamlegastan máta, og set síðan inn NT eða Win2K. Sem viti borinn maður nota ég reyndar ekki Win95/98/ME, svo að ég lendi hvort sem er sjaldan í svona vitleysu.
Allavega, þetta var pælingin. Afsakið hvað hún endaði löng. :) Stutta útgáfan: Ef þú ert að reyna að innsetja á /dev/hda5 eða ofar, þarftu að fara aðrar leiðir en standard RH7 innsetning til að gera þetta. Í því tilviki veistu a.m.k. hvar þú stendur.
Vona að þetta hafi hjálpað (ef ekki þér, þá einhverjum).