Það er ekki beinn stuðningur við Half-life vélina. Það sem þú þyrftir að gera væri að keyra þetta í gegnum XWine eða Wine eða álíka forrit. Það verður líklegast ekki jafn gott og þegar þú keyrir þetta á Windows.
Ég vil taka það fram að Linux er ekki að reyna að líkjast Windows, frekar öfugt. :)
Ég t.d. nota Linux þegar það hentar mér betur (sem er oftast nema ef ég sé að forrita sérstaklega fyrir Windows). Fólk er nefnilega alltaf að segja “Hvenær verður Linux eins og Windows?”, Linux er ekki að reyna að vera eins og Windows þannig að ef fólk fer út í Linux út af því, þá ætti það að sleppa því yfir höfuð að fara út í Linux. Windows er frekar að reyna að verða eins og Linux með þessu “wannabe” multiuser kerfi.
En já, ég vildi bara segja þér frá þessu. :)
Mér finnst samt að allir eigi að prufa Linux og sjá hvernig þeir fíla það.
Ég veit þú varst ekkert endilega með þetta í huga sem ég skrifaði en vildi bara segja þér þetta. :)
Gangi þér vel.
(P.S. ég er AQ spilari og það er stuðningur fyrir hann í Linux sem er mjög gott, það er að koma meiri leikjastuðningur fyrir Linux sem er mjög gott. Ég er leikjafrík líka.. að einhverju leiti :)).<br><br>Kveðja,
Kristinn.