Sko…
Ég er að fara að skella Linux á eina tölvu hjá mér, bara svona til að fikta smá og læra og skemmileggja áður en ég fer að setja það í aðaltölvuna mína (sem ég vill helst að virki alltaf).
Græjan sem ég er með er 100MHz, overclockuð í 133 með 32mb RAM (ef ég man rétt) og ekki með nema 250mb hörðum disk! :( gæti kannski reddað 512mb… Hvað þyrfti ég annars mikið pláss?
Ég ætlaði að setja upp RedHat 7.2 af því að það vill svo til að ég er með það hérna hjá mér á diskum og ég nenni bara ekki að sækja það nýjasta. Auk þess held ég að munurinn á þessu og nýjasta sé ekki dramatískur fyrir byrjanda eins og mig.
Það sem ég var að pæla er, hvernig mun þetta keyra á honum Jens mínum (tölvunni)? Ætti ég að fá mér eldra Linux eða verður þetta í lagi?
Ég ætla ekki að keyra neitt GUI en ég ætla að hafa telnet aðgang opinn á henni á innranetinu þannig að ég get fiktað í henni í gegnum aðaltölvuna mína og losna þannig við auka skjá og lyklaborð… Væri það ekki annars alveg eins? Hafa Telnet glugga á windows desktoppinu sínu? :p