sælir :)
ég festi kaup á CNet innbyggt ADSL módem keypt í verslun íslandssíma því þeir heita linux stuðningi utan á kassanum, þannig ég lét til leiðast og skellti mér á gripinn.
það var fyrir 5 dögum síðan, og eftir 5 daga af hárreitingum og öðrum viðbjóði hef ég gefist upp og gefið íslandssíma á bátinn og er að fara aftur yfir í landsímann með gamla GÓÐA alcatel utanáliggjandi adsl módemið mitt þangað til að íslandssími mun fara að styðja alcatel 1000 módemin.
málið með þetta innbyggða módemið er að það byggir á ITex1483 kubbasettinu (minnir mig) og ITex gefur út closed-source kernel modúla fyrir þetta módem, EN .. það er fyrir linux kernel 2.4.2 og það verður kaldur dagur í helvíti þegar ég -downgrade'a- vélina mín aftur um næstum 2 ár!
þannig, góð uppskrift að höfuðverk er að skella svona módemi í linux vél og reyna að fá til að virka .. skemmtu þér, því ég gerði það svo sannarlega ekki.<br><br>- reach out and <i>grep</i> someone