ég er með gamla 486 tölvu
amd 233 mhz
96 mb sdram
2x 8gb diskur, 3 gb diskur.
ég nota tölvuna bara sem geymslu undir mp3. ég er með win98 inná henni núna svo ég geti flutt og milli hennar og fartölvunar sem ég á sem er með win2000.
mér finnst svo mikil sóun að hafa win98 inná henni því ég nota han bara í svo einfaldan hlut.
þá var mér sagt frá því að linux gæti verið málið fyrir mig.
nú ég hef aldrei komið nálagt neinu sem kallast linux.
en gæti einhver sagt mér svona hvað ég þyrfti að gera svona basics til að koma mér af stað.
eina sem linuxinn þyrfti að gera er:
1. fljótur að starta sér upp.
2. taka lítið pláss.
3. geta geymt þessi gögn sem ég er með.
4. geta flutt gögn til og frá sér til fartölvu sem er með win2000
5. geta virkar þannig að eftir uppsetningu þá þyrfti ekki að nota skjá, lyklaborð né mús.