Ég er að plana að strauja vélina og henda inn XP eða Win2K en satt best að segja er ég pínu sick á Windows.

Ég er þessvegna forvitinn með Linux. Ég hef notað Unix (HP-UX m.a.) þótt langt sé síðan og líkaði það alltaf vel. Ég nenni alls ekki að fikta í Windows og hrútleiðist ef ég þarf að hafa fyrir því en ég gæti lifað við það að þurfa að dútla mér aðeins í Linux.

Hvaða fórnir myndi ég færa með að fara í Linux (leikir, apps, etc.)? Hvernig er compatibility (vélin mín hefur frá upphafi verið alger steik)? Hve mikið vesen væri það fyrir mig að setja Linux upp?

Vona að það séu einhverjir sem hafa gaman af því að láta ljós sitt skina því hér er nokkuð stórt spurt :)

P.S. Ég er bara orðinn að hálfvita notanda, allt tölvunámið er gleymt, grafið og úrelt ;)<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints