Hæ.
Ég var í þann mund að setja upp Rauðhettu 7,3 ásamt KDE 3,0 og svo framvegis. Þetta fúnkerar fínt og ég verð að taka að ofan (rauða hattinn minn= fyrir KDE 3,0 - hann rúlar feitt!
Hinsvegar, eins og venjulega, á ég í basli með Lilo. Ég kompældi (kompælaði) nýjan kjarna til að fá NTFS og v4l stuðning beint í æð og það gekk, aldrei þessu vant, nokkuð vel. En þá kom Lilo til sögunnar. Lilo er fast í ákveðnu setupi sem ég var með í u.þ.b. tvö bútt. Ég get ekki á nokkurn hátt breytt því og gildir þá einu hvort ég edita lilo.conf eða fer í KDE lilo forritið. Alltaf koma úreltir valmöguleikar á Lilo menjúinn.
Kann einhver ráð við þessu?
RedHat 7.3
KDE 3.0
Kjarni 2.4.18-3 hdc1/boot/vmlinuz2.4…
Kjarni 2.4.18-3 kompældur af mér hdc1/boot/bzImage.blergh
NT2000 hda
hda er IBM deskstar 60gb
hdc er Maxtor 8gb
Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá látið mig bara vita, ég get svosem límt inn helv. lilo.conf en ég er bara í Windows akkúrat núna :)
Ég sé um að hjálpa mér sjálfum því að ég rak augun í það, á /. fréttavefnum, að KDE 3.0.1 væri komið út. Í changeloginu þeirra er þetta að finna:
kdeadmin
lilo-config: fixed crash.
Kannski er það bara skíturinn sem er að hrjá mig, hvað segið þið?