Sæl(ir)

Er í vandræðum með linuxbox sem ég var að setja upp. Vélin skilar “Network is unreachable” þegar ég reyni að pinga vél á netinu (jafnvel þegar ég pinga ip tölu vélarinnar sjálfrar).
Allt er í lagi ef ég pinga “localhost”. Einhverjar hugmyndir um það hvað er að?

Smá upplýsingar:

NIC er SMC Ultra (hefur alltaf virkað hjá mér)
OP er RedHat 7.0 (það skásta sem ég er með á CD)

Vélin virðist vita af tilvist netkortsins þar sem heitið á því birtist í netconf.

kveðja, Hatri