Það er ansi ólíklegt að Linux kerfi smitist af vírusum, og ef það gerist er ennþá ólíklegra að vírusinn fái nægan aðgang að kerfinu til þess að gera einhvern skaða. Sem dæmi má geta að með einum frægasta Unix vírusnum,
Bliss, fylgir þessi skipun; –bliss-uninfect-files-please, og virkar hún eins og ætla skildi. Aldrei er þó of hart í árina tekið í þessum málum og um að gera að setja upp varnir, hvort sem það eru vírusvarnir eða firewalls, hið síðarnefnda mun þó sennilega gera meira gagn. Nema kannski í dual-boot með Windows, en eins og alheimur veit eru Windows kerfi mjög berskjölduð gegn vírusum. Þetta á að vissu leyti líka við um wine forritið.
Hér er ágæt lesning um vírusa í Linux, taldar eru upp góðar ástæður fyrir því að setja upp varnir (þótt það sé nú mest tengt Windows…) og nokkur forrit sem bent er á.
Og hér má finna leiðbeiningar til að setja upp nod32 vörnina fyrir Ubuntu 11.04 (og gæti sennilega virkað í fleiri útgáfum af Ubuntu).
Á þessari síðu er líka góð grein um vírusa og Linux, mæli með henni fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum málum.