„Í einstaka tilvikum mun tölvan virka betur með Linux en Windows, en yfirleitt er það öfugt.“
Einhverjar frekari röksemdir eða útskýringar á þessu? Það er ástæða fyrir því að nær allar ofurtölvur heimsins keyra sérsniðin linux stýrikerfi, þau nýta vélbúnaðinn mun betur. Margar dreifigar á linux (td. xubuntu og lubuntu) eru ma. hugsaðar til þess að nota þær á hægari tölvum.
Já, það veltur náttúrlega á því hvað hann vill gera og á hvernig tölvu. Ég hafði fyrst og fremst eftirfarandi atriði í huga, þegar ég skrifaði seinasta innlegg:
(i) Opinberu reklarnir fyrir ATI og Nvidia skjákortin eru lokaðir og eiga það til að valda torræðum vandamálum. Fyrir eldri sjákortin eru oft til opnir reklar sem virka vel, en almennt ekki þau nýrri.
(ii) Almennt er stuðningur við nýjan vélbúnað betri á Windows.
(iii) Rafmagnsnotkun er almennt meiri á desktop-útgáfum eins og Ubuntu, sem er sérstaklega slæmt fyrir fartölvur.
Þetta eru sértæk vandamál sem væru líklega ekki til staðar ef linux hefði fleiri desktop-notendur.
Og varðandi ofurtölvu-athugasemdina: Ég sé ekki alveg hvernig hún tengist málinu. Android-farsímar keyra líka á Linux en ég myndi samt aldrei keyra Android (í núverandi mynd) á fartölvunni minni, og þótt Android virki ágætlega á símanum mínum þá virka Ubuntu/Fedora/OpenSuse/o.s.frv. alls ekki nógu vel á tölvunum mínum! Ennfremur, þó svo að ofurtölvur keyri flestar á Linux þá þýðir það alls ekki að það sé auðvelt að setja upp Linux á ofurtölvu: Þvert á móti held ég að það sé almennt erfitt að setja upp nokkuð yfir höfuð á ofurtölvu þannig að vélbúnaðurinn nýtist sæmilega (hvort sem það er Linux, Windows eða eitthvað annað).