Sæl veriði
Ég var að ná mér í Knoppix 6.2.1 bæði bara til að prófa Linux og svo líka vegna þess að ég var að glugga í Linux for Dummies bók og þar er sagt að það eigi að fylgja forrit með Knoppix sem heitir QTParted, til að búa til pláss á harða disknum (eða skipta í hluta) fyrir Linux en ég fann það hvergi. Þá ákvað ég bara að finna það á netinu og fann það á slóðinni http://qtparted.sourceforge.net/download.en.html
En það er einsog það sé fullt af fælum sem ég þarf til að styðja við þetta forrit. Ef þið kíkið á þennan línk og skoðið þetta, er þetta allt nú þegar til staða í knoppix sem þetta forrit þarf? Eða mæliði kannski bara með einhverju öðru forriti til að gera þetta dæmi?
Svo er annað. Þegar maður er að nota Knoppix að þá er róboti sem seigir allt sem mar skrifar. Er ekki hægt að slökkva á honum einhvernveginn? Og svo er maður ekki með íslenskt lyklaborð heldur. Getur einhver bent mér á hvar það er breytt? Er ekki annars örugglea hægt að hafa Íslenskt lyklaborð í Línux?
Kveðja, Hame