Mesta vesenið er klárlega að læra að installa þessu dóti. Processinn að brenna stýrikerfið á disk eða setja það á usb kubb getur flækst fyrir mörgum! Og jú þetta með að stilla hörðu diskana og svoleiðis. En ef þú ert til dæmis með bara 1 harðan disk þar sem windows er og allt og ert alveg tilbúinn að formatta það þá er þetta ekkert mál. Þú kannski skellir upp lýsingu af hörðu diskonum þínum ef þú ert með eitthvað flóknara setup.
Persónulega fíla ég best að nota usb kubba, þarft ekki nema 1gb og þú getur skrifað milljón distró á hann, þó bara eitt í einu. Ég nota þá UNetbootin (
http://unetbootin.sourceforge.net/) sem er mjög einfalt í notkun. Oft betra þó að sækja .iso file sjálfur af t.d. íslenskum spegli.
Ef þú vilt brenna disk frekar, þá þarftu eitthvað forrit sem skrifar diska (hehe..). Verður bara að finna ‘burn iso’ einhversstaðar. Eða eitthvað svipað.
Ég myndi líka mæla með Ubuntu, það er bara snilld ;)
http://ubuntu.hugi.is/maverick/(Velur líklega bara efsta, Desktop CD og intel x86)
Ef þér tekst að setja þetta upp, sem er nú ekki það flókið í sjálfu sér, þá ert basically kominn með mjög smooth stýrikerfi. Það fylgir samt bara basic stuff með, þarft að googla kannski aðeins til að finna skemmtileg forrit og setja þau upp.