Úff, dónt gett mí started
Ég bara gapti allan tímann yfir vitfirrunni. Ég ræddi við mér eldri menn og komst að því að Apple hefur alltaf hegðað sér svona. Það sem þeir gera er að þeir einbeita sér að sínum markhópi, núverandi makkanotendum, 5% neytenda. Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sannfæra þessa neytendur um ágæti eigin vöru. Brandið þeirra hefur alltaf snúist um einfaldleika, sem er gott og gilt. En hvernig þeir tala um vörurnar sínar í samanburði við PC er bara vitfirra. Ég mæli eindregið með bæklingi sem aco dreifði nýlega um nýja iMakkann. Þeir ganga lengst í hugbúnaðarmálum. Ítrekað var sagt á MacWorld (og í bæklingnum) að iPhoto væri fyrsta forritið í sögu tölvunnar sem gæti skannað, minnkað, kroppað OG prentað myndir! FYRSTA! “Photo editing” skilar 616.000 niðurstöðum á Google. Það fyndna er að forritið er ein stór sölubrella Mac og Kodak. Það er nefnilega hægt að panta prentun í næsta kodak útibúi með forritinu. Og hér er það magnaðasta: Þegar þessi *fítus* var kynntur brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum! Og síðast en ekki síst: “Ekkert forrit þessu líkt fæst fyrir PC tölvur.”
Nákvæmlega sama saga var með iMovies (algert grunnklippiforrit með enga nýja fítusa en var þó “Huge breakthrough”), iTunes (MP3 spilari ef ég man rétt) og iDVD (annað klippiforrit með smá amatörish-dvd-editing fítusum). Vissulega er eðiliegt að forritin séu ekki mjög fullkomin, enda er einfaldleikinn aðalmarkmiðið, en að halda því fram að halt sé fyrst og best og flottast í heiminum er siðferðislega rangt og sýnir vel hvernig þeir vilja koma fram við viðskiptavini sína (ég vísa ekki í samkeppnislög þar sem það stangast á við stjórnmálaskoðanir mínar). Einhverntímann hélt ég að Microsoft-dýrkun væru bara trúarbrögð en þetta var algerlega ofar mínum skilningi. Það voru 85.000 manns á þessari trúarathöfn! ÁTTATÍUOGFIMMÞÚSUND atvinnumenn í tölvugeiranum klöppuðu fyrir þessum þvílíku tækniframförum sem “munu breyta því hvernig við hugsum um tölvur og internetið”.
Það fyrsta sem ég sagði við félaga mína þegar ég kom út:
“Ég trúi ekki að slík mannvonska skuli fyrirfinnast í þessum heimi”
Ég gæti haldið áfram í alla nótt en mæli bara með apple.is, apple.com og áðurnefndum bæklingi sem Aco dreifði á höfuðborgarsvæðinu.
- Túri
<br><br><i><a href="
http://www.batman.is/“ target=”_blank">Batman.is</a> færir þér meiri hamingju</i