Jæja nú er 9.10 búið að vera til í einhvern tíma. Er einhver búinn að prófa þetta?
Var að spá í að skella upp netbook útgáfunni á lappann (Aspire One) eftir próf. Væri gaman að fá smá umræðu, þótt það tengist hvorki tölvunni minni né netbook útgáfunni.
Það er bara endalaust vesen með ýmisskonar vélbúnað, alltof algengt, því miður. Auðvitað er möguleiki að þú sért svo heppinn að allt virki hjá þér, til hamingju, en litlar líkur voru á því. Ég hef í nánast öllum tilvikum lent í veseni þegar ég setti upp 9.10 hjá vinum mínum, vesen sem snúa stólnum mínum á hvolf er ég sit á honum, þar sem 9.04 hafi virkað áður eins og hinn fullkomni heimur.
Munurinn á þessum linux kerfum er bara mismunandi kernel version og hugbúnaður sem kemur preinstallaður, og það er ómögulegt fyrir hugbúnaðinn að hafa áhrif á hardware compatibility, og ég efast um þeir færu að gefa út verri kjarna, í staðinn fyrir betri.
Ofan á það eru flestir driverar í dag kernel modules hvort eð er.. En ég veit ekki hvernig þessi vandamál voru þannig það er erfitt að segja.
Hef verið með 8.04 -9.10 á þrem tölvum eini g5 ára toshiba laptop og tveim borðtölvummeð tvær ati skjákort hafa allat gengið vel vesen með hljóð í lappanum í 9.04. Mæli hiklaust með 9.10 hefur svínvirkað hingað til. Prufaði laptop útgáfuna en líkaði ekki setti bara 9.10 descktop útgáfunna inn. Betra að gera fresh install þá setuðu upp ext4sem er aðeins hraðara og Grub2 firefoxin er samt leiðinlegur að mér finnst samt bara í einni tölvu setti google chromium á hana svínvirkar :)
Bætt við 26. nóvember 2009 - 21:35 Afsakið skriftina en aldrey þolað að skrifa á lappan :)
Ég hef nú verið með 9.10 í nokkurn tíma, og þetta er almennt mikið hraðari útgáfa. Áður fór ég bara fram og fékk mér að borða meðan ég beið eftir að tölvan ræsti sig, en nú gerist þetta mikið hraðar en á nýrri tölvu með Windows Vista. Bara nokkrar sek. þótt er tæplega níu ára gömul.
Varðandi hardware support þá virkar bæði hibernate og suspend núna, en ég fékk allavega ekki suspend ekki til að virka með síðustu útgáfu sem ég var með (þarsíðasta útgáfa held ég).
Er búinn að setja upp Ubuntu 9.10 á þrjár borðtölvur og lenti ekki í neinum vandræðum og líkaði vel. Reyndi svo að setja kerfið upp á Compac Evo N1015v fartölvu sem er gömul vél og það tókst ekki. Uppsetningin byrjaði vel en eftir að ég valdi að setja kerfið upp stoppaði allt og skjárinn varð grár. Ég prófaði þá að setja upp Netbook útgáfuna en það var sama sagan. Mér þykir það verulega slæmt því mér líkar vel við kerfið. Er búinn að reyna að setja upp Red Hat og það tókst en mér líkar ekki við það viðmót svo nú er ég að hala niður OpenSUSE 11.2 kerfinu og ætla að prófa það. Ef einhver hefur lausn á Ubuntu vandamálinu væri ég þakklátur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..