Peace through love, understanding and superior firepower.
[KDE] Binda forrit á desktop?
Ég er búinn að nota Kubuntu síðan í sumar, og eitt af því sem mér finnst þægilegast við það er að geta haft mismunandi forrit opin á mismunandi desktopum, og skipt bara á milli desktopa í staðinn fyrir að alt-taba milli forrita. Þegar ég er t.d. að læra get ég verið með vafra á #1, samskiptaforrit (pidgin og skype) á #2, forritunarumhverfið sem ég er að nota á #3 og kannski pdf skjal á #4. Ég þarf hins vegar að setja upp þessa skiptingu í hvert skipti sem ég ræsi vélina. Er ekki einhver leið til að stilla forrit á að opnast alltaf á sama desktopi? Kannski sama desktopi og þau voru á síðast þegar þau voru notuð? Þannig að ef ég opna Firefox, þá birtist hann alltaf á desktopi #1 þó ég sé með fókus á einhverju öðru. Eða er þetta ekki hægt?