Hef tekið eftir einni smá villu í Kubuntu'inu hjá mér (9.04 með KDE 4.2) síðan ég setti það upp í sumar. Þannig er nefninlega mál með vexti að hvorki ° né ¨ virkar hjá mér, kemur alltaf um leið og ég ýti á takkann í staðinn fyrir að koma fyrir ofan stafinn sem kemur á eftir. Böggar mig augljóslega ekki mikið þegar ég skrifa á íslensku, en ¨ er t.d. sums staðar notað í ensku svo það kemur fyrir að þetta sé pirrandi.
Það getur ekki verið að þetta sé eðlileg hegðun, er það? Kann einhver lausn á þessu?
Peace through love, understanding and superior firepower.