smá forsaga :)
ég var að strauja eldri acer lappann á heimilinu og skellti svo windows install disk í …eftir langt, strangt og leiðinlegt ferli komst ég að því að key'in sem er undir tölvunni virkaði ekki og ég fékk aðeins 30 daga trial…ég hugsaði með mér að ég gæti nú örugglega reddað ehrju key og byrjaði svo að leita að driverum fyrir alla mögulega hluti sem þarf að hafa
…eftir mikið streð í marga klukkutíma var þetta ekki að takast og ég fékk gjörsamlega nóg og henti tölvunni út í horn og kom ekki nálægt henni í nokkra mánuði!
ég sá svo frétt um daginn um ubuntu stýrikerfið og ákvað að prufa það…það var mjög einfalt að ná í einn iso fæl og skrifa hann á disk og strax í install ferlinu var mér farið að líka betur við þetta en windows…allt gekk eins og smurt og nú er ég tölvunni og hún virkar mjög vel
en það eru tveir hlutir sem ég er að velta fyrir mér
nr.1 …þarf ég ekki að finna neina drivera? ..það virðist allt virka…hljóð, scrollið á touchpadinum og bara allir litlu hlutirnir virka! sem mér fannst mjög furðulegt en ánægjulegt! :) …þarf ég ekki einusinni að finna video driver eða hvað??
nr 2. það er innbyggð webcam í vélinni og ljósið á henni er alltaf kveikt…ekkert stórt vandamál svosem en óþægilegt að finnast alltaf eins og einhver sé að horfa á mann hehe :)
…en já það voru aðallega þessir hlutir sem ég var að velta fyrir mér! …og svo kannski með forrit og annað slíkt..ég veit ekkert hvernig þetta virkar hef aldrei verið í þessu umhverfi áður
allavega…fyrirfram þökk ef eitthvað svar berst!
Nei engin undirskrift hjá mér