Ég kann ekki (ennþá) að búa til svona tilkynningu, en það kemur eflaust fljótlega. Ég vildi allavegana láta vita af því að í fyrsta skipti í tæpt ár, er hér virkur stjórnandi. Ég. :D
En varðandi önnur mikilvægari málefni, þá var ég að hugsa um að skella upp hér linkum á helstu distróin (Fedora, Ubuntu, etc.), þannig ef þið teljið að einhver distro séu verðug að fá sinn link hérna þá endilega nefnið þau. Jafnvel gæti verið í spilunum að fá inn linka á einhver forrit. Verst hvað þau eru alltaf svo lítil og nett í Linux að það tekur því varla að setja þau á íslenskan server! Hugsanlega stærri forrit eins og WM's eða slíkt.
Einnig má nefna að endurbætur á static.hugi.is standa yfir og opna væntanlega með haustinu. Þá verður vonandi hægt að setja inn allra helstu distroin, þó engu sé lofað. Þess má þó geta að Ubuntu er hostað þar nú þegar.
En þangað til, verið dugleg að senda inn spurningar, skeyti, grín og gaman eða bara hvað sem er. Ef það eru einhverjar uppástungur, endilega látið þær fljóta, annað hvort í þessum korki eða í skilaboðum til mín.
mbk,
smeppi
PS. munið ef þið eigið ykkur uppáhalds distró að láta mig vita af því, svo ég geti sett link á það inn í þetta dótarí sem ég ætla að búa til.
indoubitably