Þetta er náttúrulega bara vesen með stillingar í því forriti sem vefmyndavélin virkar ekki ef hún virkar á einum stað en ekki öðrum.
Þar sem þú bentir á þessa notkun á Facebook (að taka prófílmynd með vefmyndavél) þá prufaði ég það sjálfur og satt að segja þá var það ekki það einfaldasta sem ég hef gert.
Fyrst hafði ég haft cheese í gangi og þá fann flash enga myndavél (hef ekkert notað vefmyndavél áður svo ég veit ekki hvort þetta er vesen með cheese/flash eða hvort vefmyndavélin geti bara ekki verið notuð af mörgum í einu).
Síðan lenti ég í því að ég gat ekki fengið upp stillingagluggann (það kom bara texti sem bað mig um að leyfa Facebook að nota vefmyndavél og hljóðnema) sama hvort ég hægrismellti eða hvað þá var allt fyrir ekki. Þetta vandamál er víst ekki einstakt fyrir Facebook. En þar sem þeir eru með eitthvað svona “popup” dót sem flash glugginn er í þá getur verið að þetta tengist flash alveg beint heldur að þetta sé af því að flash vinni ekki með þeirri tækni sem Facebook nota til að birta þennan “popup”
Það er sem betur fer til lausn á þessu vandamáli eins og öllum og ef þú ferð bara á þessa síðu hér:
http://www.macromedia.com/support/documentation/en/flashplayer/help/settings_manager06.html (privacy settings fyrir vefsíður) þá geturðu valið “always allow” við facebook.com og þá geturðu notað myndavélina. Allavega gat ég það.
Ef þetta virkar ekki fyrir þig endilega láttu vita hvað það er sem gerist þegar þú ferð í þennan glugga á Facebook (hvort það kemur að engar myndavélar séu til eða hvort það komi gráa línan og beiðni um leyfi fyrir notkun á vefmyndavél).