Jæja, ég lét loksins verða af því í gærkvöldi og skellti Kubuntu á fartölvuna mína. Átti 8.10 á disk síðan mér
mistókst að setja það upp á borðvélina í fyrra. Það gekk mjög smooth að setja það upp á lappann hins vegar, fékk þráðlausa netið til að virka af sjálfsdáðum og allt. Svo uppfærði ég í 9.04. Þá fór allt í fokk: “Taskbarinn” (sem heitir örugglega e-ð annað í KDE) hvarf. Er það eðlileg hegðun? Mér tókst að fikta með Plasma-dótið og búa mér til fake taskbar með Kickoff takka, en gluggar sem ég er með opna birtast ekki þar eða neitt, vantar líka System Tray.
Ég finn heldur ekki það sem hét Network Manager áður en ég uppfærði og leyfði mér að tengjast netinu. Wtf?
Er einhver sem kann betur á KDE en ég sem getur leiðbeint mér um hvernig ég get annaðhvort lagað þetta þannig að það virki eins og áður eða downgrade'að niður í 8.10 aftur?
Peace through love, understanding and superior firepower.