Sæll félagi.
Forrit líkt og command prompt úr Windows kallast Terminal. Til eru nokkrar útgáfur af því, til að mynda x-term, gnome-terminal, konsole, terminator og margt fleira. Ubuntu notar gnome-terminal og skýrir hann einfaldlega Terminal í valmynd sinni. Þú getur líka komist í terminal (skel (shell) eða bash væri réttari málflutningur) með því að ýta á Alt+Ctrl+F1 (eða, F2, F3, F4). Svo kemstu tilbaka með Alt+Ctrl+F7
Annars er til stórsniðugt GUI forrit til þess að formata, resiza og almennt fikta með partition og drif sem heitir gparted. Ættir að komast í það með því að ýta á Alt+F2 og slá inn gparted. Alt+F2 gefur forrit sem er svona svipað og Run forritið í Windows. Eða reyndar alveg eins.
Bætt við 29. maí 2009 - 23:08
Takk, ég samhryggist líka.