Fyrir nokkrum mánuðum var ég að reyna að setja upp Kubuntu (8.10) í dualbútt með Vista á raid arrayinu mínu, sem… tókst, tæknilega séð, á endanum, en ég hef aldrei getað aksjúallí búttað upp Kubuntu eftir að mér tókst að hamra það inn (sjá þráð hér). GRUB kemur upp eðlilega þegar tölvan ræsir sig, en ef ég vel ekki Vista innan 30 sekúndna þá reynir hún að bútta Kubuntu og ég enda með svartan skjá sem ég þarf að restarta (stundum tvisvar, því raidið fokkast e-ð upp) til að losna við.
Sumsé, staðan er þannig að ég er með ext3 partition með kubuntu 8.10 sem ég vil losna við. Ég þori ekki alveg að eyða bara því með windows partition management tólinu, því ég er hræddur um að það fokki upp GRUB (eða einhverju verra… raidinu sjálfu t.d.). Er GRUB ekki installað á BIOSinn sjálfan? Eða er það á kubuntu partitioninu svo að ef ég eyði því þá hverfur GRUB í leiðinni og allt verður honkí dorí? Einhverjar ráðleggingar eða leiðbeiningar um hvernig er best að fara að þessu?
(Planið er btw að reyna aftur frá byrjun með 9.04, líklega e-rn tímann eftir próf, gefið að það verði betra raid support þá… Og nei, ég hef ekki áhuga á Fedora eða einhverju öðru non-buntu distroi í bili :þ)
Peace through love, understanding and superior firepower.