Sæl,

Ég skipti loksins yfir í Fedora aftur úr Ubuntu og það er gott að vera kominn aftur yfir ;)

Vandamálið er að ég þarf núna að breyta stillingunum á lyklaborðinu mínu aftur svo ég geti skrifað <, > og |

Í Ubuntu var gerði ég það einfaldlega með því að breyta /etc/X11/xkb/symbols/is skránni eftir leiðbeiningum frá RGLUG listanum og voila!

< = Alt + ,
> = Alt + .
| = Alt + þ

Vandamálið núna er einfaldlega það að núna þegar ég skipti yfir þá er engin xkb mappa undir X11 möppunni. Hvað er þá hægt að gera til að laga lyklaborðið. Það er nauðsynlegt að geta skrifað þessa stafi hratt og örugglega ;)

mbk. Finisboy

ps. Gleðileg Jól :)