Sælir

Djöfull var ég lengi að finna takkann til að setja inn póst, en jæja.

Ég var að spá hvort menn hafi eitthvað verið að skoða Kylix? Er það ekki rétt hjá mér að þetta keyrist eingöngu undir Gnome? Aðalmálið sem ég er að spá í er að í Delphi er að mínu mati sniðugt apparat sem gerir manni kleyft að smíða ISAPI dll, og NSAPI dll og/eða cgi forrit, allt saman sett eins fram. Þannig að til að porta á milli kerfa þarf eingöngu að athuga að dll er threaded en cgi er multiple instance, þannig að það er lítið mál að smíða vefserver extensionir í þessu apparati. Í Delphi 6 er eitthvað sem heitir Apache Shared Module og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri sami möguleiki í Kylix? Og þá hvort það væri mikill munur á kóða þarna milli?

Ég get ekki athugað þetta sjálfur því ég á í bölvuðum vandræðum með Linux vélina mína, en hún frýs alltaf í startinu (þegar login glugginn kemur) ef ég er með netsnúruna í sambandi.

Kveðja.