Sælir

Jæja nú er ég í veseni. Ég var búnnað vera að plana í tvær vikur að dualboota tölvuna mína í dag í tilefni prófloka. Ég fór eftir þessum leiðbeiningum og gekk allt vel þar til ég ætlaði að fara að installa XP.
Þá fór tölvan að boota af CD og það kom á skjáinn “Setup is inspecting the computers hardware configuration” eða eitthvað svoleiðis. Textinn var á skjánum í svona 3 sek. og þá varð skjárinn bara auður.

-XP diskurinn er ekki vandamálið þar sem ég prófaði 3 diska og ég er nýbúinn að formatta tvær tölvur með tveim þeirra.
-Ég leitaði á netinu og sá að það voru margir að lenda í þessu vandamáli. Ég prófaði að taka IDE harða diskinn úr sambandi eins og margir sögðu að mundi virka en það virkaði ekki.
-Það eru mörg mismunandi og misróttæk ráð að finna á netinu, allt frá því að taka allt USB úr sambandi (virkar ekki), í það að updatea BIOS eða formatta allt uppá nýtt og setja XP upp fyrst (vill forðast það í lengstu lög)

Er einhver hérna sem hefur lent í þessu og/eða er með hugmynd um hvað ég get gert til þess að þetta virki?
Ætlaði nefnilega að hella mér niður í tölvuleikjaspilun um jólin en geri það ekki mikið úr þessu þar sem Ubuntu er ekki að keyra leikina mína eins og ég vill =/