Sælinú.

Ég hef lengi ætlað mér að prófa linux - finnst ekki annað hægt sem tölvunarfræðinemi - og fékk Kubuntu 8.04 disk frá félaga mínum fyrr í haust. Ég hafði hugsað mér að dualboota Kubuntu með Windows Vista Home Premium, sem er það stýrikerfi sem ég nota eins og er á nýju (keypt í ágúst) fínu (custom sett saman úr vel völdum pörtum) borðvélinni minni. Núna í kvöld var meiningin að láta verða af því, ég resizeaði Vista partitionið í gærkvöldi til að búa til 146GB (það mesta sem Vista leyfði mér) pláss á RAID0-uðu Samsung Spinpoint hörðu diskunum mínum.

Þar stóð hins vegar hnífurinn í kúnni þegar kom að því að setja upp Kubuntu núna áðan. Þegar ég kom að skjánum til að velja partition til að setja Kubuntu upp á gat ég bara valið um tvo aðskildu hörðudiskana, ekki fína tóma plássið á RAID0-inu.

Ég er búinn að prófa að gúgla eftir lausn á þessu, fann ekkert nema þræði eftir fólk með sama vandamál á ubuntu forums sem virðast aldrei hafa fengið lausn á vandamálinu.

Nú spyr ég ykkur linux sérfræðingar Huga, er einhver hér sem hefur lent í svipuðum vandræðum, eða dettur í hug einhver lausn á þessu, eða hefur sterkara google-fu en ég og getur fundið einhverja lausn sem mér yfirsást?

Því skýrari sem leiðbeiningarnar eru, því betra. Ég er algjör linux núb. Takk fyrirfram!


Úh, eitt enn, bara svona fyrst ég er að þessu… Veit einhver hvort kubuntu styður Crossfire?

Bætt við 27. nóvember 2008 - 02:17
Vandamálið hefur verið rakið í BIOSinn á móðurborðinu mínu, búinn að prófa kernel force (skv leiðbeiningum af ubuntuforums) til að láta kernelinn ignora e-ð dót í BIOSnum við ræsingu og læti. Ennþá gengur ekkert að fá hann til að sjá RAIDið. :(
Peace through love, understanding and superior firepower.