Ég lenti í smá klemmu þegar pabbi minn keypti innbyggt
ADSL-modem til notkunar á heimilinu eftir að ég var búinn að
ráðleggja honum að kaupa Alcatel speedtouch eða eitthvað
utanáliggjandi. Ég ætlaði að setja upp ADSL router með 200
MHz linux kassa sem ég á hérna heima (við erum nefnilega
með 3 aðrar tölvur). Hann hafði verið sannfærður af
einhverjum gaurum um að það myndi virka í x86 linux tölvu án
vandamála en hér á eftir kemur raunasagan mín.
Með fylgdi diskur með einhverjum driverum fyrir Win9x, Me,
2000, XP og Linux. Linux driverinn kom í formi kernel-module
(kjarna-viðbót?) og hann átti að setja inn á venjulegan hátt,
þ.e.a.s.
insmod -f itex1483-2.4.2.o … o.s.frv
(einhverjir “parametrar”)
síðan átti að nota ifconfig til að bæta við eth1 (man ekki
skipunina)
málið er hinsvegar það að tölvan lokkaðist algjörlega upp eftir
fyrstu skipunina (ctrl-c, ctrl-u, alt-ctrl-del, skipta um konsól,
ekkert virkar). Þess má geta að ég var með RedHat 7.1
(kernel 2.4.2).
Ég prófaði að breyta parametrunum í ýmislegt annað, ég
prófaði að reboota með færri module, ég prófaði ýmislegt, en
að lokum datt mér í hug að setja nýtt kerfi inn, t.d. Mandrake
8.1 (ég hafði ætlað mér að setja það inn, þvílík snilld ef tölvan
er fljót) og flutti modemið yfir í Windows tölvu hérna heima. Að
sjálfsögðu svínvirkar módemið þar, og ég sótti mandrake 8.1
frá binary.is og skrifaði á disk. Eftir að ég var búinn að setja
það upp prófaði ég hið sama á tölvunni: í þetta sinn var það
SEGMENTATION FAULT! í lsmod stóð (initializing), þ.e.a.s.
modulið var að ræsast, en því var langt frá. Ég beið lengi og
rebootaði og prófaði ýmislegt nýtt. Enn hefur mér ekki tekist að
fá það til að virka og hér sit ég fyrir framan Windows-tölvuna á
nýjan leik.
Er einhver annar hérna sem hefur lent í svipuðum
vandamálum og ef svo, hvernig hafið þið leyst þau. Ég vil helst
ekki þurfa að fara með tölvuna á verkstæði eða fá kall hingað.
Ég ætti líka að geta fengið endurgreitt þar sem það virkaði
ekki á linux, en það var forsenda kaupanna. Best væri að fá
einfalda hugbúnaðarlausn, t.d. ef vitað er að þetta virki með
einhverri ákveðinni dreifingu.
Hvaða svar sem er, þó það sé ekki nema bara “ég las
greinina og samhryggist þér”, væri gott að fá.
Með fyrirfram þökk.