Þú þarft ekkert gamlan linux fyrir gamla tölvu. Nýjasti linux kjarninn getur auðveldlega keyrt á ristavél og öllu öflugra en það.
Myndi mæla með annað hvort debian eða gentoo þar sem þar ræðuru algjörlega hvað þú setur inn af aukapökkum. Þyngdin á linux ræðst ekki af stýrikerfinu sem slíku heldur þeim aukapökkum og hugbúnaði sem þú setur inn með.
Ef maður hefur allan tíma í heiminum og þolinmæði á við klett er Gentoo kannski málið á gamla hægvirka tölvu.
@OP: Ef þú vilt berstrípað kerfi með desktop umhverfi þá mæli ég með DSL. Það er í rauninni bara Debian strípað niður í einhver 50 MiB minnir mig. Ég keyrði þetta á sínum tíma á gamalli 300MHz dollu sem ég átti.
Einu sinni var FreeBSD með slagorðið “Runs on anything but the toaster”. Þá var einhver sem tók innbygða gjörvan í brauðrist og portaði verulega strípaðri version af FreeBSD á þann gjörva :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..