Ég er með Dell XPS M1530 fartölvu og setti Fedora 9 á hana. Ég kemst ekki á þráðlausa netið með hana. Þannig að ég fór að Googla vandamálið, og lausnin virtist vera að setja upp ndiswrapper, svo ég fór og Googlaði hvernig á að setja það upp og fann einhverjar leiðbeiningar: http://fedoramobile.org/fc-wireless/ndis-yum-livna
Þarna er ég ekki alveg viss á skrefum 8 og 9. En ég fann driver hér: http://ndiswrapper.sourceforge.net/joomla/index.php?/component/option,com_openwiki/Itemid,33/id,list_b/
Núna er staðan þannig að ndiswrapper -l gefur mér:
bcmwl6 : driver installed device (14E4:4315) present
Og ég er búinn að fara eftir leiðbeiningunum hvernig á að stilla í Network Configuration
en iwconfig gefur mér ekki neitt.
Ég veit að þessi lýsing er svolítið ruglingsleg, en ég vona að einhver skilji vandamálið :)
kv. Finisboy
Bætt við 1. september 2008 - 09:39
Og já. Ég þoli ekki að ég get ekki gert <, > né | á lyklaborðinu mínu. Getur einhver bent mér á hvernig skal laga það :)