Það sem ég hef prufað og mín reynsla:
Ubuntu: Hörku flott kerfi og gott framlag, fólk getur notað þetta eins og windows án þess að hafa neina hugmynd um virkni kerfisins og *allt* bara einfaldlega virkar. Hinsvegar hafa sumir átt vandamál með Hardy að hann virðist frjósa algjörlega án skýringar nokkuð oft, líkt og hjá mér. Ef það gerist ekki hjá þér (ég fór ekkert nánar útí það, heldur einfaldlega skipti því út, veit því ekki af hverju þetta stafaði en það eru víst fleiri sem eiga við þetta vandamál að stríða) þá mæli ég endregið með því. Byggt á debian og notar eitt besta pakkakerfi sem hefur verið gert (apt).
Debian: Gamallt og stöðugt, ekkert sem kemur á óvart, svakalegt pakka kerfi og allt gott hér. Aðeins flóknara að koma upp heldur en ubuntu, þá sérstaklega á ferðatölvu, ég hef allavega alltaf þurft að setja upp “frequency scale-er” og compile-a kernelinn aftur með debian vegna þess að vélinn var alltaf á fullum hraða. Einnig smá mál að koma nvidia drivernum inn. En að því loknu þá malar það eins og köttur. Ef þú vilt að tölvan þín virki eftir uppsetningu (en ert til í að leggja soldið á þig til þess að koma því upp) þá er debian gott, öll möguleg forrit, apt-get náttúrulega snilld. Einn galli (einnig kostur), þróun er mjög hæg, allt gerist rosalega hægt og þeir taka góðann tíma í að debugga allt áður en það kemst í gegn, enda skiptir ekki máli hvað þú gerir við það, það er og helst stöðugt. Fyrir server hugsa ég mig ekki tvisvar um.
Gentoo: Ahh, gentoo, frábært kerfi en ég mæli ekki með því fyrir þann sem er 1) algjör byrjandi 2) nennir ekki að “viðhalda” kerfinu. Kerfi sem maður getur legið yfir í fikti dögum saman, þetta kerfi er útá fyrir sig heilt áhugamál. (ps, þetta svar er skrifað í gentoo). Notar portage pakka kerfið, nær í kóðann fyrir forritin af netinu og compile-ar á þína tölvu, rosalega svegjanlegt og gífurlega hratt, en getur endanlega brotnað, þá er auðveldara að setja það bara aftur upp. Uppsetningin er soldið mál og getur tekið verulegann tíma, allavega í fyrsta skiptið.
Slackware: Kerfið sem gefur þér alla stjórn í formi “.conf”. Ef þú ert “gamaldags” eða vilt einfaldlega geta gert hvað sem þú vilt, hvenær sem þú vilt í kerfinu þá er slack málið. Pakkakerfið er ekki lélegt eins og einhver sagði, heldur frekar gott… Það er bara smá öðruvísi. Tekur engastund að setja upp, bara skellir því í og ferð í gegnum installerinn. Hraðinn er mjög góður og jafnast alveg ágætlega á við gentoo.
PCLinuxOS, Mandriva eiga víst að vera mjög góð fyrir byrjendur, en ég get ekki sagt til um þau, þar sem ég hef ekki notað þau af neinu viti.
KDE og Gnome eru tvö mismunandi viðbót, sumir fýla KDE aðrir fýla Gnome, eiginlega bara smekksatriði, ég persónulega fýla gnome betur en nota oftast fluxbox.
Ólíkt windows er grafíska viðmótið ekki partur af stýrikerfinu, þú getur unnið við kerfið án þess að nokkurntímann sjá “grafískt viðmót”, Xorg er X server sem í stuttu máli getur keyrt mörg grafísk viðmót, gnome og kde er eitt þeirra, á meðal þeirra eru xfce, ede, fluxbox, openbox, blackbox og margt, margt fleira.
Ég las fyrir stuttu alveg frábæra grein, hann útskýrir í greininni hversvegna Unix kerfi (m.a. linux) eru betri en windows
http://www.over-yonder.net/~fullermd/rants/winstupid/winstupid1.phpÉg held að þetta sé orðið gott, gaf reyndar ekkert mikið af tæknilegum upplýsingum en ef þú vilt vita um eitthvað ákveðið kerfi betur get ég örugglega sagt þér betur um það. Hvaða kerfi þú ættir að kjósa fer eiginlega eftir því hvað þú vilt útúr því.