Ég er með mandriva og er að lenda í smá vanda með að tengjast þráðlaust á tölvunni. Núna er ég með kapal í tölvunni, en þar sem það er þráðlaust-netkort í tölvunni vildi ég nota það. Það virðist svo sum ekkert vera að, tölvan finnur alveg tenginguna, svo set ég inn wep lykilinn, svo læt ég hana tengjast, en ekkert gerist, ég fæ engin villu boð, og hún tengist ekki netinu. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert að netinu sjálfu, þar sem ég var með windows á tölvunni og var að tengjast þráðlaust, og aðrir í húsinu ná að tengjast þráðlaust.
Bætt við 29. júlí 2008 - 02:09
Staðan er þessi: tölvan sér netkortið, það heytir wlan0. Ég get séð þráðlaus net á svæðinu. Ég get breytt stillingum fyrir þráðlaus net, s.s. setja inn wep lykil orð. En þegar ég ýti á “connect” hnappinn gerist ekkert.