Þegar ég var með Windows þá var ég að nota downloader sem hét HiDownload.
Með því getur maður sótt nánast allt sem er á netinu nema torrent. Það sem var á Ruv.is var hægt að sækja og svona steam dót. Útvarp á netinu var hægt að taka upp og svo framvegis. Ég er að leita að einhverju sambærilegu fyrir Linux hjá mér og það er til einhver slatti. Sjálfur er ég búinn að setja upp Kget en finnst það ekki nærri nógu gott. Er einhver hér sem að veit um eitthvað forrit sem að höndlar að taka upp efni af www.ruv.is ?
Sem dæmi þá gat Hidownload tekið slóðina
http://dagskra.ruv.is/streaming/clip/?file=4365662
og unnið úr henni og útbúið slóðina
mms://http.ruv.straumar.is/video.ruv.is/kastljos.2008-04-23.wmv?MSWMExt=.asf
Halað henni svo niður og búið til .wmv file með þættinum.
Mjög hentugt og þetta er örugglega til í Mint/Ubuntu.