Sælt veri fólkið

Ekki viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir svona póst enn….

Ég er að spá í að fara að setja upp smá LAN heima og hef verið að lesa mér aðeins til um það á netinu og hef fundið marga tutorial'a um það en enginn sem að ég hef fundið er nógu góður til þess að ég geti notað mér hann. Ég ákvað því að skrifa smá um mig og sjá hvort að einhver veit hvað væri best að gera……..

Um dótið mitt:
RedHat Linux 7
Tölvur:
500Mhz - Win og Linux- Set netkort í hana seinna
1500Mhz- Win - á eftir að kaupa hana- með netkorti
200Mhz - Linux - einn 800MB og annar 2GB - tvö netkort (netkortin eru gömul, ætti ég að fá mér ný?)
ADSL módem sem tengist í 200Mhz tölvuna, eftir að kaupa
Ætla einnig að kaupa mér einn Hub

Það sem ég ætla að geta gert:
Fara á netið (Síminn Internet) í öllum tölvunum í gegnum 200Mhz tölvuna, þ.e. setja upp router (og firewall) í 200Mhz tölvunni

Spurningar:

1. Hvað þarf ég að setja upp, þ.e. hvaða router á ég að nota: routerinn í Linux eða sækja LPR(Linux Router Project, www.linuxrouter.org) eða..?
2. Hvað með firewall, nota innbiggðan eldvegg að sækja einhver annan?
3. Ætti ég að setja upp http proxy, virkar það sem eldveggur?
4. Er gott að cache'a DNS eða…?
5. Hvað með DHCP, er einhver tilgangur í að setja það upp ef að ég er ekki með lappa(Laptop,ferðatölvu)?
6. Ég væri alveg til í að geta share'að gögnum á milli talvanna en þá þyrfti ég að setja upp SAMBA og ef að það er erfitt þá ætla ég bara að sleppa því, það er ekki svo nauðsynlegt að skiptast á gögnum.
7. Mér þætti gott að geta sleppt því að hafa skjá tengdan við 200Mhz tölvuna, væri ekki sniðugt að telnet'a sig bara inná 200Mhz tölvuna frá 500Mhz tövunna?
8. (svipuð og 7) Er hægt að hafa X í gangi og vera alltaf með t.d. ICQ og IRC í gangi en telnet'a sig svo bara inná frá 500MHz þegar ég þarf að nota það
9. (svipuð og 7 og 8) Er hægt að “telnet'a” sig inná Linux tölvu frá Win? (á sama LANi)

Ég veit að margar af þessum spurningum eru álitamál en vill samt endilaga heyra í ykkur, það hlýtur að vera einhver þarna úti sem að hafur gert það sama, einnig er alltílagi að fá einhverja linka.

Með INNIlegum fyrirfram þökkum, Gummi V. (^Sorcerer)

ps. ég væri líka til í að fá einhverjar tillögur um hvað (þ.e. hvað típu) væri best að kaupa, netkort, hub, ADSl módem o.þ.h.