Vill nú taka það fram að ég hef núll reynslu af t41.
En ég hef sett upp Ubuntu (margar útgáfur), DSL, Debian, Fedora Core og eitthvað fleira minna þekkt og ég man ekki hvað heitir á Thinkpad r31, sem er örugglega aðeins eldri týpa.
Eina vesenið (sem hætti reyndar að verða vesen eftir Ubuntu 6.xx) var þráðlausa netkortið. Það er reyndar svona PCMCIA þannig þú ert mjög ólíklega með sama kort og ég. Ef þau virkuðu ekki out of the box, eða með einhverjum Linux driver eins og MadWifi, þá gat maður alltaf reddað því með ndiswrapper.
Skjákortsdriverinn þurfti ég þó að fixa aðeins í Ubuntu 6.06 minnir mig. Það var þó ekkert rosalegt, google -> download -> sudo sh install.sh -> uppfæra xorg.conf
7.04 var svo slow hjá mér (r31 er ekki beint nýjasta týpan) að ég fór aldrei lengra en það, minnir mig að ég hafi verið með 6.06 með fluxbox þegar viftan gaf sig og ég hef ekki kveikt á henni í tæpt hálft ár núna :(