Ég installaði ubuntu núna fyrr í kvöld og er búinn að reyna að komast til botns í þessu en ég er að gefast upp.
Cedega virkaði ekki hjá mér, né wine þannig að ég gat ekki spilað neina leiki.
Envy virkaði, en gaf mér ekki nógu góðan driver til að hafa 1600x1200 resolution auk þess sem að full-screen var mjög lengi að koma og fara.
Ktorrent virkaði ekki vegna þess að það kom alltaf port xxxx is blacklisted(6881 í mínu tilfelli).
Ég gat ekki fengið firmware fyrir músina mína(mx518) þannig að back-takkinn virkaði ekki, né heldur restin af aukatökkunum.
Ég á eftir að prófa að skrifa diska, hlusta á tónlist og nota image files en ég efast ekki um að það verða jafn mikið vesen, ef ekki verra.
Ég er búinn að fá fleiri errors heldur en á vikutíma í XP(sem er ástæðan fyrir því að ég skipti því út fyrir ubuntu í fyrsta lagi).
Í rauninni er það eina sem virkar msn og netið og ekkert meira, ég vona innilega að einhver geti komið með góð ráð fyrir mig til að ég haldist við þetta kerfi vegna þess að metnaðurinn til þess er fyrir hendi(er búinn að googla öll þessi vandamál, get bara ekki fundið neinar nothæfar lausnir).
Takk fyrir og með von um einhver svör eða ábendingar, Anarcho.
Bætt við 20. mars 2008 - 06:51
Jæja gat hlustað á tónlist, öll hin vandamálin eru ennþá til staðar, ég er búinn að vera að brasast í þessu í nokkra klukkutíma núna og er því farinn að sofa, vona að þetta gangi betur á morgun.