Ég mæli ekki bara með ubuntu(Ég nota sjálfur Kubuntu, sem er ubuntu með KDE gluggakerfinu - ubuntu notast venjulega við gnome gluggakerfið) fyrir byrjendur, heldur fyrir alla. Málið er það, að þú getur sett upp ubuntu og verið búinn að ná í allt sem þig vantar á svipuðum tíma og að ná í allt sem þig vantar á XP.
Það er að meira segja auðveldara fyrir ubuntu. Þeir eru með svokallað “repository” sem inniheldur hugbúnað fyrir Linux, sem er sérsniðinn fyrir ubuntu, og ubuntu kemur með kerfi sem sér sjálft um að downloada því sem þú velur og installa því.
Til dæmis, til að ná í firefox, er það ekki meira en að skrifa þessa skipun í terminal:
sudo apt-get install firefox
Þetta kerfi gerir manni einnig kleyft að losa sig við allt draslið sem maður notar ekki jafn auðveldlega.
Í flestum kerfum er ekkert slíkt pakkakerfi - slackware t.d., er hins vegar með repository, en það eru í rauninni bara tar fælar(svipað .zip) sem þú þarft að unzippa og installa sjálfur. Þetta er ekkert flókið, en það er samt sem áður auðvelt að klúðra þessu í mörgum tilfellum.
Ubuntu hefur einnig stærsta userbase í heiminum fyrir linux kerfi, sem gerir það að verkum að það eru til “How to get hardware x to work on y” fyrir nánast allan búnað sem þú getur ímyndað þér.