Sko… Ég tek undir með þeim sem hafa tjáð sig hérna áður. Windows er best í að spila leiki hannaða fyrir Windows.
Hins vegar eru margir leikir með native linux port (t.d. doom 3, eve online, unreal tournament 2004 og enemy territory) og ef þeir leikir sem þú spilar eru meðal þeirra sem bjóða uppá slíkt er það auðvitað frábært.
Ef þeir leikir sem þú spilar bjóða ekki uppá svona snilld þá skaltu tékka
http://appdb.winehq.com og athuga hvort leikurinn virki í gegnum wine.
Ef hann gerir það ekki heldur er einn möguleiki eftir (ættir kannski frekar að spila leikinn með þessu, en þetta kostar svo ég set það síðast) og það er að nota
Cedega.
Það er samt, eins og fram kemur m.a.
hér að aðal málið er að driverar fyrir skjákort eru ekki “nógu góðir” í linux m.v. windows. Og það, ásamt því að það að keyra leiki með Wine eða Cedega skapar alltaf eitthvað overhead og því er dualboot örugglega sniðugri lausn.
Annars varðandi það hvaða útgáfa hentar best. Þá breytir það svo gott sem engu, veldu bara það sem þér hentar. Gentoo er fínt í svona hluti, ef þú nennir að stilla það og þeir hafa marga leiki í pakkasafninu sínu (hér:
http://gentoo-portage.com/s?search=category%3Dgame%20s-fps ).