Góðan daginn,
Ég fékk mér fyrir nokkru Linux Ubuntu nýjustu útgáfuna eftir að hafa verið kominn með leið á því að vera windows neytandi alltof lengi.
Mér finnst þetta stýrikerfi alveg hreint út sagt magnað og mjög notendavænt og allt við það er flott. Ég hef komist í gegnum þetta nær áfallalaust og hingað til hefur þetta ekki krafist neinnar sérfræðiþekkingar á kóða sviðinu.
En vandamálið er að er í ferðatölvu og ég fæ hljóð úr hátölurunum en ekkert í headphones og svo einnig er mic input og line-in alveg steindautt….
Ég er búinn að prófa að fara í helstu mixerana og reyna haka við allt….en það virðist bara ekki virka.
Mér sýnist á öllu að ég sé með Realtek ALC 880 og ég er búinn að prófa að reyna installa driverum fyrir kortið en ég virðist bara ekki alveg fatta þetta.
Ég ætlaði nefnilega að reyna fara taka upp einhverja tónlist á linuxinn svo það væri eiginlega nauðsynlegt að fá line- inputtið og headphones til að virka.
Ef einhver veit um lausn handa mér þá væri ég mjög þakklátur fyrir það=)
með kveðju,
Guðmundur Þó