Góðan Daginn.
Ég hef verið að velta vöngum mínum yfir því að fá mér linux. Ég er búinn að vera hardcore Windows neytandi og tel mig hafa ágætis þekkingu á þeim forna fjanda.
En ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki einhver mjög svo notendavæn útgáfa af linux sem maður þarf næstum því eða allsekki að hafa neina sérfræðiþekkingu á linux.
Mér langar að geta unnið að tónlist í linux og jafnvel einhverja myndvinnslu og ritvinnslu fyrir skólann. og komast á mitt þráðlausa net.
Ég hljóma kanski spaugilega í ykkar eyrum en mér þætti samt vænt um ef þið hefðuð einhver svör fyrir mig hvort það sé eitthvað linux stýrikerfi á markaðnum fyrir svona byrjendur eins og mig eða ætti ég að halda mig við windows?
…og ég nenni ekki að fá mér makka því hann er dýr =)