Linux er bara annað kerfi sem þú setur á HD í tölvunni þinni bara líkt og Windows, Mac, BSD, Solaris, etc. þau eru öll kerfi sem stýra tölvunni svo þú getur notað hana á allskonar vegu.
Linux eða GNU/Linux eins og flestir kalla það er bara kjarni (kernel) sem stýrir öllum meginverkum tölvunnar.
Ofan á kjarnann koma svo það sem kallast “distribution” sem við þekkjum með nöfnum eins og Debian, Ubuntu, Gentoo, Mandriva, Fedora, Suse o.fl. Þau eru stýrikerfi búin til af þriðja aðila til að stjórna kjarnanum.
Öllum distróum fylgja svo eitt eða fleiri af gluggakerfum. Það eru til mörg gluggakerfi og 3 vinsælustu eru Gnome, KDE og Xfce.
Ég get ekki sagt meira í stuttu máli en ef þú notar google þá er hægt að finna allskonar upplýsingar um þetta allt saman.
http://www.ubuntu.com er vinsælasta kerfið á markaðnum í dag. Kíktu á það. þú getur náð í LiveCD, ISO skrá
hér sem þú skrifar á disk og getur notað til að skoða án þess að setja inná tölvuna.