Þú verður að skilja að hugsunun á bakvið Linux er aðeins öðruvísi en bakvið Windows.
Þessi mynd útskýrir svolítið það sem ég á við.
Í grunninn er tölvan þín alltaf tölva með fullt af vélbúnaði, það sem öll stýrikerfi gera er að keyra ofan á því. Svo keyrir ofan á stýrikerfinu (Linux Kernel) forrit, eins og skelin sem þú fékkst eða Gnome/KDE, sem höndlar notandaviðmót. Síðan “ofan á því” (í rauninni ekkert háð því) keyrir annað forrit eins og t.d. firefox eða irc bouncer.
Í Windows er hugsunin aðeins öðruvísi, þar er notendaviðmótið miklu bundnara stýrikerfinu og fleira.
En það er svalt að nota skel, mæli með því ;)