Hefur nokkur reynslu af Sabayon?

Ég fékk Sabayon 3.4e með Linux Magazine í okt. og var að prófa að setja það upp. Var áður búinn að uppfæra OpenSuSE 10.2 í 10.3 og var ekki hress með árangurinn. Live DVD-ið af Sabayon Linux lofaði hins vegar góðu, en það virðist vera (af því að ég er með einn SCSI disk og tvo IDE) sem Sabayon fáist ekki til að keyra bootlóderinn inn MBR á fyrsta disk á BIOSinum (primary master), heldur bara inn á MBR á SCSI diskinum.

Einhverjir snillingar á staðnum?



Bætt við 24. nóvember 2007 - 15:09
Update:
Búinn að prófa SGD (Super Grup Disk) og fleira til að flytja bootloaderinn á réttan disk. Það gengur, en þá skilur Sabayon ekki málið lengur og panikkar.
Ég er með eftirfarandi uppsetningu fyrir Linux:

SWAP á Primary Master.
/ (root) og /usr á Secondary Master.
Önnur mount point (/home, /usr/local, sem ég reyni að halda milli uppfærslna, /tmp, /var, /opt ofl) á SCSI.

Þetta mun vera vandamál fyrir Sabayon. (Á alls ekki að vera vandamál fyrir Linux útgáfur!)
Það endaði á því að ég gafst upp á Sabayon og setti inn Debian 4.0 ETCH, sem svínvirkar.
Bassinn er hinn framlengdi armur laganna.